Microsoft word - 5.karl Ágústsson. alþjóðadómstóllinn í haag og deila norðmanna og breta _1948-1951_.doc

Alþjóðadómstóllinn í Haag og deila Efni deilnanna
Bretar og Norðmenn höfðu átt í fiskveiðideilum vegna veiða Breta undan ströndum Norður-Noregs í fjóra áratugi þegar Norðmenn, árið 1948, tóku einhliða ákvörðun um að færa landhelgi sína út í 4 mílur sem reiknuð væri út frá grunnlínum. Útfærslan, sem var framkvæmd samkvæmt konunglegri tilskipun frá 1935, hljómaði þannig að við norðurhluta norsku strandlengjunnar, frá Vesturfirði að sovésku landamærunum (u.þ.b. 900 mílur), skyldi fiskveiðilögsaga Noregs vera 4 mílur frá grunnlínum sem dregnar væru fyrir flóa, firði og jafnvel víkur og voga sem væru styttri á lengdina en breiddina. Grunnlínurnar voru allt að 44 mílna langar og algeng lengd var 15-25 Breska ríkisstjórnin sá að með þessari útfærslu væri vegið mjög að breskum sjávarútvegi og brást við, eftir að samningaviðræður skiluðu engum árangri, með því að vísa málinu til Alþjóðadómstólsins í Haag í september 1949, réttu ári eftir að útfærsla Norðmanna gekk í gildi. Fyrir dómstólnum snerist deilan fyrst og fremst um það hvernig fiskveiðilögsaga skyldi reiknuð út. Deiluaðilar voru sammála um 4 mílna landhelgi Noregs og jafnframt er mikilvægt að athuga að Bretar voru alls ekki andsnúnir notkun grunnlína í öllum tilvikum. Þeir voru tilbúnir til að gefa eftir hina almenna reglu um að draga mætti grunnlínur fyrir flóa og firði sem voru ekki breiðari en 10 mílur og leyfa grunnlínur fyrir alla firði og flóa Noregs. Aftur á móti drógu Norðmenn grunnlínur mun víðar og fannst Bretum þeir ganga lengra en almenn Sjónarmið Breta
1 Johnson, D.H.N., „The Anglo-Norwegian Fisheries Case,“ International and Comparative Law Quarterly, 1:2, 1952, bls. 147-148. Grundvallarágreiningurinn var sá að Bretar héldu því fram að Noregur, líkt og öll önnur ríki, þyrfti að hlíta svokallaðri „strandlengjureglu“. Í henni felst að lögsagan er reiknuð út frá strandlengjunni að undanskildum grunnlínum fyrir flóa og firði svo lengi sem línurnar séu ekki lengri en 10 mílur. Norðmenn andmæltu þessu vitaskuld. Ennfremur héldu Bretar því fram að Norðmenn væru bundnir af alþjóðalögum nema þeir gætu sýnt fram á sögulegan rétt. Í þessu kristallast viðhorf Breta, þ.e. að alþjóðalög séu virt og að sögulegur réttur sé í gildi. Bretar viðurkenndu sögulegan rétt Norðmanna um 4 mílna fiskveiðilögsögu og einnig rétt til undanþágu 10 mílna grunnlínureglunnar en töldu Norðmenn ekki hafa sögulegan rétt til að hunsa strandlengjuregluna. Bretar rökstuddu það með því að benda á að þróun hafréttarmála í byrjun 19. aldar, sem var það tímabil sem Norðmenn vísuðu til hvað varðaði sögulegan rétt, hafi verið í átt til frjálsra hafsvæða (mare liberum). Kröfur Norðmanna um sögulegan rétt til að draga langar grunnlínur og ekki einungis fyrir flóa og firði Sjónarmið Norðmanna
Hin konunglega tilskipun frá 1935 varðandi útfærslu fiskveiðilögsögu Noregs í 4 mílur tiltók notkun grunnlína eins og áður hefur komið fram. Almenna reglan hafði verið að draga grunnlínur aðeins fyrir flóa og firði strandlengjunnar en Norðmenn vildu fara frjálslegar með grunnlínurnar og héldu því fram að aðferð þeirra bryti ekki í bága við alþjóðalög. Norskir sérfræðingar töldu að alþjóðalög tækju ekki fram hversu langar grunnlínur mættu vera heldur ættu þær að fylgja lögun strandlengjunnar Norðmenn bentu á að í þeim þrem fylkjum í Norður-Noregi sem deilan náði til voru fiskveiðar langmikilvægasti atvinnuvegurinn og lífsspursmál fólks á svæðinu. Enn fremur drógu þeir fram í dagsljósið sögulegan rétt allt aftur til 13. aldar um bann við umferð erlendra skipa. Einnig gátu þeir bent á að Jakob I. af Englandi gaf út tilskipun árið 1616 þess efnis að breskir þegnar skyldu hvorki stunda hval- né fiskveiðar á þessum slóðum sem nú var deilt um. Aðalrökstuðningurinn fólst samt sem áður í konunglegri tilskipun frá 1812 sem segir að dansk-norska krúnan áskili sér rétt til 4 2 Johnson, „The Anglo-Norwegian Fisheries Case,“ bls. 149-150. 3 Evensen, Jens, „The Anglo-Norwegian Fisheries Case and its Legal Consequences,“ American Journal of International Law, 46:4, 1952, bls. 610. mílna landhelgi, mælda út frá eyjum og skerjum lengst frá ströndu. Í þessari tilskipun grundvallaðist norska grunnlínukerfið að mati Norðmanna. Sú staðreynd að hvorki Bretland né nokkuð annað ríki mótmælti framkvæmd þessarar tilskipunar síðar á 19. öld treysti enn frekar rök Norðmanna um sögulegan rétt að þeirra eigin mati. Að lokum er vert að nefna að Norðmenn töldu sig aldrei bundna af niðurstöðum Norðursjávarráðstefnunnar 1882 um þriggja mílna landhelgi og 10 mílna, eða styttri, Úrskurður Alþjóðadómstólsins
Niðurstöður dómstólsins voru annars vegar að norska aðferðin við að reikna út fiskveiðilögsögu bryti ekki í bága við alþjóðalög og hins vegar að þær grunnlínur sem dregnar voru í útfærslunni sjálfri stæðust alþjóðalög. Í fyrra atriðinu voru atkvæði greidd tíu á móti tveimur og í því seinna átta á móti fjórum, Noregi í vil. Dómstóllinn byrjaði á að leggja ríka áherslu á sérkenni norsku strandlengjunnar og mikilvægi fiskveiða fyrir efnahag Norður-Noregs við dómsuppkvaðningu. Með hliðsjón af þessu komst dómstóllinn að sinni niðurstöðu. Hvað varðaði norska skerjagarðinn úti fyrir ströndinni taldi dómstóllinn að í þessu máli væri ekki hægt að líta á hann sem aðskilinn frá fastalandinu og máttu Norðmenn reikna lögsögu sína út frá ystu mörkum skerjagarðsins. Samhliða þessu taldi dómstóllinn að útilokað væri að nota aðferð strandlengjureglunnar til útreiknings á landhelgi við strandlengju sem væri svo vogskorin líkt og sú norska. Engin ástæða væri að ekki mætti draga grunnlínur á fleiri stöðum en fyrir flóa og firði, t.d. á milli eyja og yfir mjög vogskorna strönd til þess að einfalda lögun landhelginnar. Dómstóllinn hafnaði því þeim kröfum Breta að strandlengjureglan væri viðurkennd alþjóðalög. Einnig hafnaði hann því algjörlega að til væru lög um að grunnlínur gætu ekki verið lengri en 10 mílur og tók fram að strandríkin sjálf væru hæfust til að ákveða hvar grunnlínur skyldu dregnar.5 Í úrskurði dómstólsins segir ennfremur að útfærsla ríkis á landhelgi sinni varði ávallt alþjóðalög jafnvel þó að oft sé nauðsyn á að slík aðgerð sé framkvæmd einhliða. Í framhaldi af þessu útskýrði dómstóllinn hve hafsvæði væri háð landinu næst því og 4 Evensen, Jens, „The Anglo-Norwegian Fisheries Case and its Legal Consequences,“ bls. 613-614. 5 Evensen, Jens, „The Anglo-Norwegian Fisheries Case and its Legal Consequences,“ bls. 620-622. strandríkið ætti því að ráða hvernig best væri að haga landhelginni. Þó ætti ætíð sú grunnregla að gilda að lögsagan fylgdi lögun strandlengjunnar í meginatriðum. Að lokum ítrekaði dómstóllinn að efnahagslegir hagsmunir íbúa við hina umdeildu strandlengju hafi haft mikið vægi í huga dómenda og studdi hann jafnframt rök Norðmanna um hinn sögulega rétt þeirra sem birtist í konungstilskipun frá 1812. Í stuttu máli má segja að sambland af sögulegum, landfræðilegum og efnahagslegum ástæðum hafi mótað úrskurð dómstólsins.6 Þýðing úrskurðarins fyrir Íslendinga
Þjóðir heimsins, sem höfðu fiskveiðihagsmuna að gæta, fylgdust grannt með gangi mála í Haag. T.d. fengu ríkisstjórnir Íslands, Bandaríkjanna, Belgíu, Kúbu, Svíþjóðar og Venesúela send afrit af öllum málgögnum. Fyrir Íslands hönd fóru Hans G. Andersen og Gizur Bergsteinsson hæstaréttardómari til Haag til að fylgjast með Fyrst og fremst hafði dómurinn þá þýðingu að hinum fornu kenningum um 10 mílna grunnlínur var kastað fyrir róða. Þrátt fyrir að tekið væri fram í dómsuppkvaðningu að úrskurðurinn væri ekki fordæmisgefandi og gilti einungis í þessu einstaka máli er alveg ljóst að með ákvörðun sinni velti dómstóllinn af stað snjóbolta sem átti eftir að stækka og auka hraðann. Ýmsar kenningar sem þjóðréttarfræðingar töluðu um sem alþjóðalög voru kveðnar niður af dómstól sem alþjóðasamfélagið viðurkenndi og var sammála um að hlíta. Einnig staðfesti dómurinn að fiskveiðisvæðið sé hrein og bein landhelgi þó að Norðmenn sjálfir hafi ávallt talað einungis um fiskveiðitakmörk.8 Í ævisögu sinni segir Gunnlaugur Þórðarson, en hann skrifaði mikið um landhelgismálið og m.a. doktorsritgerð um fiskveiðilandhelgina, að um leið og landhelgissamningnum frá 1901 var sagt upp hafi íslenska ríkisstjórnin litið til norska fordæmisins um 4 mílna landhelgi.9 Hin fyrstu skref Íslendinga til útfærslu árið 1950, langar grunnlínur fyrir Norðurlandi með 4 mílna lögsögubelti (reyndar kallað friðunarsvæði þá) þar fyrir utan, bera vott um að frumkvæði Norðmanna hjálpaði 6 Evensen, Jens, „The Anglo-Norwegian Fisheries Case and its Legal Consequences,“ bls. 623-624. 7 Gunnlaugur Þórðarson, „Dómur alþjóðadómstólsins í deilumáli Norðmanna og Breta,“ Tímarit lögfræðinga, 1952, bls. 213. 8 Gunnlaugur Þórðarson, „Dómur alþjóðadómstólsins í deilumáli Norðmanna og Breta,“ bls. 226. 9 Gunnlaugur Þórðarson, Ævibrot (Reykjavík, 1990), bls. 117. Íslendingum mikið við upphaf hinna langvinnu fiskveiðideilna við Breta og aðrar Heimildir:
Evensen, Jens, „The Anglo-Norwegian Fisheries Case and its Legal Consequences,“ American Journal of International Law, 46:4, 1952, bls. 609-630. Gunnlaugur Þórðarson, „Dómur alþjóðadómstólsins í deilumáli Norðmanna og Breta,“ Tímarit lögfræðinga, 1952, bls. 209-227. Gunnlaugur Þórðarson, Ævibrot (Reykjavík, 1990). Johnson, D.H.N., „The Anglo-Norwegian Fisheries Case, “ International and Comparative Law Quarterly, 1:2, 1952, bls. 145-180.

Source: http://www.lhg.is/media/thorskastridin/5.Karl_Agustsson._Altjodadomstollinn_i_Haag_og_deila_Nordmanna_og_Breta__1948-1951_.pdf

Microsoft word - document

Three of our classmates, John Shelby, Ed Garton, and Chuck Luton, have died of prostate cancer. It is not an easy death. In the cases of John and Ed, by the time a diagnosis was made, the cancer had already spread widely, and there was little that could be done other than ease the inevitable. They were both gone within months of the diagnosis. Bill Bailey forwarded this note from Chuck Luton on D

Mondovino_

GOATWORKS FILMS ET LES FILMS DE LA CROISADE PRÉSENTENTPhotos et dossier de presse téléchargeables surDepuis les tout-puissants milliardaires de Napa en Californie, en passant par les rivalités entre deux dynasties aristocratiques florentines, jusqu’aux batailles de trois générations d’une famille bourguignonne, qui résiste pour conserver ses quelques hectares de vigne, "

Copyright © 2014 Articles Finder